sudurnes.net
Telja að ölvunarástand hafi orðið meira en ella vegna tafa á flugi - Local Sudurnes
Lögregla telur að leiða megi líkur að því ölvunarástand hafi orðið meira en ella í Flugstöð Leifs Eiríkssonar yfir páskadagana vegna tafa í flugi sem stöfuðu af óveðri. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að talsvert var um útköll yfir páskadagana vegna ölvunar flugfarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þrír karlmenn fengiu ekki að fara með flugi til Búdapest þar sem þeir voru verulega ölvaðir. Annan ölvaðan ferðalang þurfti að handtaka þar sem hann lét mjög ófriðlega þar sem hann fékk ekki að fara með fllugi til Berlínar vegna ástands síns. Loks var tveimur til viðbótar vísað frá flugi til Orlando vegna ölvunar og framkomu við áhafnarmeðlimi. Meira frá SuðurnesjumÁtta fulltrúar frá Reykjanesbæ heimsækja vinabæ – “Fjáraustur og vel væri hægt að koma kostnaðinum niður”HS Orka hefur flutt höfuðstöðvar sínar í SvartsengiSuðurstrandarvegi lokaðFlugfarþegar hvattir til að fylgjast með spám og tilkynningumJörð skelfur við GrindavíkMögulegt að röskun verði á flugiEngin viðbrögð frá Reykjanesbæ við vinabeiðniBæjarfulltrúar telja sig ekki hafa gert neitt rangt í Paddys málinuÁfram tafir á umferð á ReykjanesbrautReykjanesbraut lokuð við Straumsvík vegna umferðarslyss – Þrír fluttir á slysadeild