sudurnes.net
Teknir með kannabis í krukku - Local Sudurnes
Tvö mál komu á borð lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum þár sem um var að ræða vörslur á fíkniefnum. Í öðru tilvikinu játuðu tveir einstaklingar eign sína á kannabisefnum í krukku á stofuborði í híbýlum þeirra. Í hinu tilvikinu höfðu lögreglumenn tal af manni sem sat í bifreið sinni. Í aftursæti hennar fundust meint kannabisefni og hvítt fíkniefni í mittistösku. Maðurinn var handtekinn og færður til skýrslutöku á lögreglustöð. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Meira frá SuðurnesjumTekinn með piparúða og stolið greiðslukortTvöföldun í bakgrunnsathugunum það sem af er ári á KeflavíkurflugvelliFyrrverandi bæjarstjórar í Garði tókust á í ræðupúlti alþingisTilraun til að smygla unglingspilti til landsins enn í rannsóknHreingerningarfólk fann talsvert magn af fíkniefnumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnRænulítill með fíkniefni í vettlingiFundað fyrir luktum dyrum í Grindavík – Ræða starfslokasamning bæjarstjóraHælisleitandi í gæsluvarðhald – Handtekinn með mikið magn af reiðuféKaffitár í neðsta sæti í forvali um veitingasölu í FLE – Hafa ekki afhent öll gögn