sudurnes.net
Tekist á um sölu Víkingaheima - Local Sudurnes
Bæjarfulltrúar minni- og meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar virðast ekki vera sammála um framkvæmd sveitarfélagsins á sölu Útlendings, hlutafélags sem heldur utan um rekstur og fasteignir Víkingaheima. Líflegar umræður sköpuðust um málið á fundi bæjarstjórnar um málið þar sem fulltrúar meirihlutans reyndu að útskýra söluferlið. Það virðist einungis hafa vakið upp fleiri spurningar, eins og sjá má á bókunum sem lagðar voru fram á fundinum og sjá má hér fyrir neðan. Guðbrandur Einarsson og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa meirihlutans, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar: „Allt frá því að Sóknin (samkomulag um endurskipulag efnahags Reykjanesbæjar) var samþykkt þann 29. október 2014 hefur verið unnið að endurskipulagningu fjárhags Reykjanesbæjar. Ein af aðgerðum Sóknarinnar var að stöðva fjárflæði frá A-hluta bæjarsjóðs yfir í B-hluta stofnanir og fyrirtæki, sem eru þau fyrirtæki sem sveitarfélagið á að öllu leyti eða meirihluta í. Reykjaneshöfn er eitt slíkt fyrirtæki, Víkingaheimar annað.Víkingaheimar (Íslendingur/Útlendingur) sem hóf rekstur árið 2008 var í eigu nokkurra aðila til að byrja með en vegna mikils tapreksturs, endaði félagið hjá Reykjanesbæ og voru aðrir hluthafar keyptir út þegar sveitarfélagið lagði inn aukið hlutafé eða afskrifaði skuldir.Skv. fyrirliggjandi rekstraráætlunum var gert ráð fyrir að gestir safnsins yrðu 100 þúsund á ári og gert var ráð fyrir [...]