sudurnes.net
Tekinn með mikið magn af amfetamínvökva í gjafapakkningu - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum vinnur nú að rannsókn á máli sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar karlmaður á fimmtugsaldri var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með 900 millilítra af amfetamínvöka í farangrinum. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði för mannsins við komu hans til landsins frá Póllandi. Amfetamínvökvinn var í flösku sem hann hafði búið um í gjafaumbúðum. Maðurinn, sem var handtekinn í kjölfarið, er af erlendu bergi brotinn en með lögheimili á Íslandi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins. Færst hefur í aukana að reynt sé að flytja inn amfetamínbasa og gerir lögreglan ráð fyrir því að hann sé svo unnin er frekar hér á landi. Miðað við niðurstöður úr rannsóknum Háskóla Íslands í þeim tilfellum sem lagt hefur verið hald á amfetamínbasa er hægt útbúa þrefalt það magn eða 2,7 kíló af amfetamíni. Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins sem fyrr sagði. Rannsókninni miðar vel og hinn grunaði laus úr gæsluvarðhaldi. Meira frá SuðurnesjumBjörgunarsveitarmenn þreyttir en þakklátir eftir nóttinaFöstudagspistillinn: Pólitík og gleði eða kannski bara pólitísk gleðiRauðhetta og Hans og Gréta heimsækja ReykjanesbæLords and Ladies hjóla til styrktar Blátt ÁframFerðamaðurinn sofandi varð mjög skömmustulegur og baðst afsökunar27 þúsund færri erlendir farþegar fóru um KeflavíkurflugvöllGeislavirk spilliefni [...]