sudurnes.net
Tekinn með meint falsað ökuskírteini - Local Sudurnes
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina, þar sem hann virti ekki stöðvunarskyldu, framvísaði ökuskírteini sem grunur leikur á að hafi verið falsað. Maðurinn hefur dvalið hér um nokkurra mánaða skeið. Ökuskírteinið var haldlagt og sent til rannsóknar hjá vegabréfarannsóknarstofu lögreglunnar á Suðurnesjum. Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra var einnig grunaður um ölvunarakstur. Meira frá SuðurnesjumHælisleitendur teknir við vinnu án atvinnuleyfis – Gætu misst húsnæði og framfærsluÞrír Suðurnesjadrengir á NM yngri landsliða í körfuHyggst kæra tafir á tvöföldun ReykjanesbrautarÞrír af fimm efstu hjá Pírötum búa í Reykjavík – Sjáðu fimm efstu á öllum listum!Handteknir á salerni fyrir fatlaðaÓk of hratt undir áhrifum fíkniefna – Sviptur á staðnumÞrír teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefnaRúður brotnuðu þegar strætó ók á skilti – Farþegum brugðið en engin slys á fólkiÞrír af hverjum tíu farþegum sem fara um FLE koma ekki inn í landiðOpnun þriggja sýninga í Listasafni Reykjanesbæjar