Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn ítrekað án ökuréttinda

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Ökumaður á þrítugsaldri sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrinótt reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Lögregla hefur nokkrum sinnum haft afskipti af honum af þessum sökum. Með honum í bifreiðinni var eigandi hennar og var viðkomandi einnig ökuréttindalaus.

Annar ökumaður erlendur sem lögregla stöðvaði gat hvorki framvísað ökuskírteini né skilríkjum. Þá var bifreiðin sem hann ók í þannig ástandi að engu líkara var en að annað framhjólið væri að losna undan henni. Skráningarnúmerin voru því tekin af henni.

Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 138 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.