sudurnes.net
Tekinn á tæplega 160 km hraða - Hefur aldrei öðlast ökuréttindi - Local Sudurnes
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum kærði fyrir of hraðan akstur um helgina hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Bifreið hans mældist á 157 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Var þetta í annað skiptið sem hann var stöðvaður við akstur án ökuréttinda. Allnokkrir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Þá hafði lögregla afskipti af ökumönnum sem höfðu gerst brotlegir í umferðinni, m.a. með því að virða ekki stöðvunarskyldu, tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og aka án þess að hafa öryggisbelti spennt. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum vegna vanræktrar skoðunarskyldu eða trygginga. Meira frá SuðurnesjumErlendur ferðamaður á hraðferð fékk 100 þúsund króna sektSinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu – Aka þurfti lögreglubifreið utan í bifreiðinaStöðvaður á 176 km. hraða – Sviptur og fær 150 þúsund króna sektTólf kærðir fyrir hraðakstur – Sá sem hraðast ók fær 150.000 króna sektMeintir sterar og meint kannabisefni gert upptækt eftir húsleitHundrað þúsund kall í sekt fyrir hraðaksturGreiddi tæplega 70.000 króna hraðasekt á staðnumOf seinn í flug fær háa sektAmfetamín, kannabis og hraðakstur – Nóg að gera hjá lögreglunni á SuðurnesjumStöðvaður á 160 kílómetra hraða – Greiddi háa sekt á staðnum