sudurnes.net
Tekinn á 170 km/h með ungt barn í bílnum - Sviptur á staðnum og tilkynntur til barnaverndar - Local Sudurnes
Ökumaður sem mældist aka á 170 km hraða á Reykjanesbraut í gær var sviptur ökuréttindum á staðnum. Einnig var send tilkynning til barnaverndarnefndar þar sem hann var með ungt barn í bílnum. Þá fjarlægði lögreglan á Suðurnesjum skráningarnúmer af sjö bifreiðum um helgina, en þær voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar. Átta ökumenn voru teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefna – eða ölvunarakstur. Einn þeirra var með kannabisefni á gólfi bifreiðar sinnar og annar hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Afskipti voru svo höfð af ökumönnum sem virtu ekki stöðvunarskyldu eða töluðu í síma án handfrjáls búnaðar. Meira frá SuðurnesjumRúmlega tuttugu teknir fyrir hraðakstur – Erlendir ökumenn greiddu háar sektirTveimur ökumönnum veitt eftirförÖlvaður á Þjóðbraut með barnunga dóttur á ferðinniÁ 173 km hraða á Reykjanesbraut – Þarf að greiða háa sekt og taka ökupróf afturÁtján ára á allt of miklum hraðaHávaði, kannabis og fjaðurhnífurGreiddi tæplega 70.000 króna hraðasekt á staðnumFimmtán kærðir fyrir of hraðan aksturGripnir við að tala í síma án handfrjáls búnaðarÓk of hratt undir áhrifum fíkniefna – Sviptur á staðnum