sudurnes.net
Tekinn á 164 km hraða - Staðgreiddi rúmlega 100.000 króna sekt - Local Sudurnes
Tólf ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Brotin áttu sér flest stað á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 164 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann viðurkenndi brot sitt og greiddi sekt á staðnum að upphæð 105 þúsund krónur. Annar ökumaður sem einnig var staðinn að hraðakstri hafði ekki náð 18 ára aldri. Þá voru þrír ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Meira frá SuðurnesjumÁtján ára á allt of miklum hraðaÞrjátíu kærðir fyrir hraðaksturÞrettán óku of hratt og tveir undir áhrifum fíkniefnaErlendur á fleygiferð – Mikið um hraðakstur á brautinniPiltur tekinn tvívegis réttindalaus á bifhjóliLögreglan með klippurnar á loftiTekinn á brautinni og sektaður um 97.500 krónurÓk of hratt undir áhrifum fíkniefna – Sviptur á staðnumMældist á 149 kílómetra hraða – Svipting og 210 þúsund króna sektSvipting ökuleyfis og 130.000 króna sekt fyrir að aka á 147 km/h