sudurnes.net
Tekinn á 147 kílómetra hraða - Greiddi 105.000 króna sekt á staðnum - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært hátt í 40 ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Sá sem hraðast ók mældist á 147 km. hraða á Reykjanesbraut. Ökumaðurinn virti ekki stöðvunarmerki lögreglu sem þurfti að aka nokkuð langa leið á eftir honum þar til að hann stöðvaði bifreið sína. Þarna var á ferðinni erlendur ferðamaður, sem kvaðst hafa vitað af lögreglubifreiðinni á eftir sér. Auk hraðakstursins var hann því einnig kærður fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og sektaður um 105.000 krónur, sem hann greiddi á staðnum. Tveir ökumenn til viðbótar, sem staðnir voru að hraðakstri, reyndust báðir vera ölvaðir undir stýri og annar þeirra einnig undir áhrifum amfetamíns. Sá síðarnefndi var jafnframt sviptur ökuréttindum ævilangt. Fjórði ökumaðurinn sem ók of hratt viðurkenndi að vera undir áhrifum amfetamíns og framvísaði jafnframt amfetamíni á lögreglustöð Meira frá SuðurnesjumÓk glæfralega með gult vinnuljósReykjanesbraut og Keflavíkurflugvelli lokaðTugir teknir á of miklum hraða – Nældu í vel á aðra milljón í ríkiskassannÖlvaður ók á móti umferð á ReykjanesbrautNíu kærðir fyrir hraðakstur og einn fyrir ölvunaraksturKærðu fjölda ökumanna fyrir hraðaksturVildi skipta um bílaleigubíl eftir að hafa ekið utan í sjö staura á ReykjanesbrautÓk á ofsahraða fram úr lögreglubifreið á ReykjanesbrautLiggur þungt haldinn [...]