sudurnes.net
Talsvert um umferðaróhöpp á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í morgun varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Efstahrauns og Víkurbrautar. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði í steingarði í vegkanti og sprungu líknarbelgirnir út við áreksturinn. Tvær bílveltur urðu í vikunni, önnur á Reykjanesbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hin milli Rósaselstorg og flugstöðvarinnar. Ekki urðu alvarleg meiðsl á ökumönnum né farþegum í ofangreindum tilvikum. Meira frá SuðurnesjumÁtta bíla árekstur á ReykjanesbrautBýðst til að flytja bóluefni landshluta á milli fríttSBK verður ABK – Áfram starfsstöð á SuðurnesjumEkið á tvo bíla og stungið af – Annar bíllinn óökufær eftir ákeyrslunaÞriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut – Ökumennirnir sluppu allir ómeiddirGrindavíkurvegi lokað að hlutaFlestir aka yfir hámarkshraða á ReykjanesbrautTveir á slysadeild eftir árekstur á ReykjanesbrautStarfsmaður BaseParking kærður til lögreglu – Hótaði starfsmanni Isavia líkamsmeiðingumLagt til að hámarkshraði verði lækkaður á hluta Reykjanesbrautar