sudurnes.net
Taka í gagnið notendavænni ábendingagátt - Local Sudurnes
Reykjanesbær hefur opnað nýja ábendingagátt á vef sveitarfélagsins, en um er að ræða eina einingu í gæðakerfi sveitarfélagsins sem hefur verið í innleiðingu seinustu ár. Gæðakerfi Reykjanesbæjar er CCQ frá Origo sem var tekið í notkun í janúar 2020. Ábendingagáttin er notendavænni en fyrri lausnir og auðveldari úrlausnar fyrir starfsfólk. Ný ábendingagátt hentar öllum snjalltækjum og er því mjög auðvelt að grípa símann og senda ábendingu með einföldum hætti. Hægt er að senda myndir með ábendingunni og möguleiki er að senda staðsetningu á korti ef það á við. Öflugt bakendakerfi gerir það að verkum að starfsfólk getur brugðist hratt við ábendingum og komið þeim í réttan farveg. Kerfið sýnir einnig hvar ábendingin er stödd innan stjórnsýslunnar sem gerir eftirfylgni markvissari en áður, segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar. Meira frá SuðurnesjumMaría Rán fyrsti kvenkyns leikmaðurinn sem semur við NjarðvíkBörnum brugðið við sprengingar á skólalóðNjarðvík sektað vegna ummæla þjálfaraKaj Leo í NjarðvíkIsavia kyrrsetur flugvél Air Berlin – Starfsfólk aðstoðar farþega í vandræðumBílastæðasjóður verði virkur á næsta áriUmdeildur kennari ráðinn við StapaskólaLögðu til að ritun Sögu Keflavíkur yrði slegið á frestMakríllinn er mættur og Garðbúar fjölmenna á bryggjuna með veiðistangir að vopniLétta undir með 16-18 ára ungmennum