Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 66 milljónir króna í verkefni á Reykjanesi

Úthlutun úr  Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða var kynnt í dag en rúmum 3,5 milljörðum króna verður varið til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið á næstu þremur árum.

Af þessum 3,5 milljörðum munu tæplega 66 milljónir króna renna til verkefna á Reykjanesi. 41 milljón króna verður varið í endurbætur á göngustígum við brúnna á milli heimsálfa, tæplega sjö milljónum króna verður varið í að ljúka vinnu við hönnun stígakerfis, aðgerða til að takmarka umferð og loka aðgengi að Valahnúk sem og vegna frágangs á skemmdu landi, Við Gunnuhver verður ráðist í stækkun bílastæðis, viðhald á útsýnispalli og göngustígum og fær verkefnið 14 milljóna króna styrk. Þá verður fjórum milljónum króna varið í hönnun og gerð göngustígar meðfram gígaröðinni við Eldvörp.