sudurnes.net
Tæplega 600 þúsund fóru um Keflavíkurflugvöll - Local Sudurnes
Alls fóru 596.505 farþegar um Keflavíkurflugvöll í október mánuði. Þar af voru Kaupmannahöfn, London, París, New York og Boston vinsælustu áfangastaðirnir af þeim 69 áfangastöðum sem flogið var til. Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll tæplega 159 þúsund í október. Um er því að ræða fjórða fjölmennasta október-mánuðinn frá því mælingar hófust. Bandaríkjamenn hafa verið fjölmennasta þjóðernið í október-mánuði frá árinu 2016, að undanskildu árinu 2020 þegar strangar ferðatakmarkanir giltu, segir á Facebook-síðu Keflavíkurflugvallar. Meira frá SuðurnesjumGjaldskrárbreytingar hjá Heilbrigðisstofnun SuðurnesjaTæplega 650.000 lögðu leið sína um KeflavíkurflugvöllAflýsa ferðum til og frá Miami vegna fellibylsWOW og Icelandair aflýsa flugi til Bandaríkjanna í dagFlugliðar fluttir á HSS eftir neyðarlendingu vélar British AirwaysTæplega 750.000 lögðu leið sína um KEFViðsnúningur hjá ÍAVFjárhagsáætlun Reykjanesbæjar – Framlegð batnar verulegaeasyJet flýgur hingað til lands á nýRíkið samdi við Icelandair en flestum ferðum er aflýst