Nýjast á Local Suðurnes

Sýna fullbúnar íbúðir við Bjarkardal – Hafa fengið frábærar viðtökur

Fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum virðist vera á uppleið um þessar mundir, en tölur frá Hagstofu Íslands sýna veltuaukningu á markaðnum auk þess sem nóg virðist um að vera hjá byggingarverktökum á svæðinu.

Húsanes Verktakar ehf. er um þessar mundir að leggja lokahönd á byggingu fjölbýlishúss við Bjarkardal 2 í Innri-Njarðvíkurhverfi og er óhætt að sega að mikill áhugi sé á íbúðum í þessu hverfi, en þegar hafa verið seldar átta íbúðir af þeim 15 sem eru í byggingu við við Bjarkardal 2.

Íbúðirnar í Bjarkardal eru rúmgóðar og vel skipulagðar

Íbúðirnar í Bjarkardal eru rúmgóðar og vel skipulagðar

Tvær fullbúnar íbúðir eru til sýnis við Bjarkardal 2 um helgina, á sunnudag verður opið frá 14-16, sölumenn fasteignasölunnar Eignasala.is verða á staðnum og bjóða upp á kaffi og kleinur ásamt því að veita upplýsingar um íbúðirnar og frábæra fjármögnunarmöguleika sem í boði eru, en mögulegt er að fá allt að 98 prósent lán.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru  íbúðirnar í Bjarkardalnum afar rúmgóðar og vel skipulagðar. Þá er stutt í alla þjónustu á svæðinu auk þess sem frábært útsýni yfir Suðurnesin spillir ekki fyrir.

Útsýnið er flott

Útsýnið er flott

Vandaðar innréttingar fylgja íbúðunum

Vandaðar innréttingar fylgja íbúðunum