Nýjast á Local Suðurnes

Svona gæti flugvöllur í Hvassahrauni litið út

Þegar hefur verið lögð talsverð vinna í að teikna upp hvernig nýr millilandaflugvöllur í Hvassahrauni gæti litið út auk þess sem Iceandair hefur flogið tilraunaflug á svæðinu.

Niðurstöður þeirrar vinnu eru alltaf sú að þetta er hagkvæmur kostur, að sögn forstjóra Icelandair sem telur að skoða eigi frekar.

Myndin hér að ofan sýnir hvernig alþjóðaflugvöllur gæti litið út í Hvassahrauni, rétt í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Vegalengdin úr miðborg Reykjavíkur yrði aðeins um tuttugu kílómetrar í stað um fimmtíu kílómetra til Keflavíkur.

Myndin er úr skýrslu Goldberg Partners International, sem birt er sem viðauki með skýrslu stýrihóps samgönguráðuneytis um flugvallakosti suðvestanlands en það var Icelandair sem fékk Goldberg ráðgjafafyrirtækið upphaflega að málinu.