Nýjast á Local Suðurnes

Svona er staðan eftir kosningarnar – Oddný inni sem jöfnunarþingmaður

Mynd: Wikipedia

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn kjördæmakjörna í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. Framsóknarflokkur fékk tvo menn kjörna og Píratar, Viðreisn og Vinstri grænir einn mann hver. Samfylkingin náði svo einum manni í jöfnunarþingsæti.

Kjörsókn var 78,5% og hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 31,5% atkvæða, Framsóknarflokkur 19,1%, Píratar 12,8%, VG 10,2, Viðreisn 7,3%, Samfylking 6,4%. Aðrir flokkar fengu minna og enga menn kjörna.

Þingmenn Suðurkjördæmis:

Páll Magnússon (D)
Sigurður Ingi Jóhannsson (B)
Ásmundur Friðriksson (D)
Smári McCarthy (P)
Vilhjálmur Árnason (D)
Ari Trausti Guðmundsson (V)
Silja Dögg Gunnarsdóttir (B)
Unnur Brá Konráðsdóttir (D)
Jóna Sólveig Elínardóttir (C)
Uppbótarþingmaður er svo Oddný G. Harðardóttir (S)