sudurnes.net
Sviptur olli árekstri - Bílvelta á Reykjanesbraut - Local Sudurnes
Bílvelta varð síðdegis í gær á Reykjanesbraut, norðan við Vogaafleggjara. Atvikið varð með þeim hætti að ökumaðurinn ók á ljósastaur og fór bifreiðin í kjölfarið þrjár veltur. Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Þá varð harður árekstur á Njarðarbraut á laugardag þegar tveir bílar skullu saman. Ökumaðurinn sem valdur var að árekstrinum reyndist vera sviptur ökuréttindum. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki en fjarlægja þurfti báða bílana með dráttarbifreið. Meira frá SuðurnesjumPróflaus ók á flugvél – Olli sólarhrings seinkunMinna fólk á að sækja um styrkiBilun í staðsetningarbúnaði olli röskun á strætóferðumUSi biðjast afsökunnar á lykt: “Hættuleg efni í skaðandi mæli berast ekki frá verksmiðjunni”Farangursvagn á flugi skemmdi flugvél WOW-air – Farþegar fastir í MiamiFluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir mótorhjólaslysHeitt vatn á leið í húsRíkið tryggi nauðsynleg fjárframlög til heilbrigðisþjónustu og samgangnaBæjarstjóri bendir ósáttum íbúum á að senda inn athugasemdir við deiliskipulagBjörn yfirgefur Njarðvík