sudurnes.net
Sveitarfélögin bera engan kostnað af fyrirhugaðri fluglest - Local Sudurnes
Sá samningur sem Fluglestin – þróunarfélag hefur gert við þau sveitarfélög sem í hlut eiga, fjallar um samstarf í skipulagsmálum, ekki þátttöku í kostnaði við þróun verkefnisins. Þetta kemur fram í aðsendri grein Runólfs Ágústssonar, framkvæmdastjóra verkefnisins, sem birt er á Vísi.is. Í greininni segir Runólfur meðal annars að misskilnings hafi gætt í umræðum um verkefnið og að margir hafi stungið niður penna til að mótmæla þessari fyrirhuguðu framkvæmd út frá meintum forsendum, fyrirframgefnum skoðunum eða niðurstöðu. “Þegar hafa Reykjavíkurborg, Garðabær, Sveitafélagið Vogar, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær samþykkt slíkan samning og bíður hann nú afgreiðslu í Kópavogi og Hafnarfirði. Mikil samstaða hefur verið innan þeirra sveitarstjórna sem þegar hafa afgreitt samninginn um afgreiðslu hans, enda bera sveitarfélögin ekki kostnað af þeirri þróunar-, rannsóknar- og skipulagsvinnu sem framundan er, heldur þróunarfélagið. Sveitarfélögin bera ekki áhættu eða kostnað af verkefninu, hvorki undirbúningi þess, framkvæmd né rekstri.” Segir Runólfur meðal annars í greininni. Meira frá SuðurnesjumBæjarbúar ánægðir með AðventugarðinnVinnuhópur um framtíðarsýn í leikskólamálum í Sandgerði skilar skýrsluMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnUppbyggingarsjóður Suðurnesja úthlutar 45 milljónum króna til 35 verkefnaÁsmundur um lagningu sæstrengs: “Samningsstaðan væri mjög kaupanda í vil”Reykjanesbær auglýsir eftir mannauðsstjóraÁrni var vanhæfur [...]