sudurnes.net
Sveiflukenndur íbúafjöldi Voga í gegnum tíðina - Aldrei fleiri íbúar í sveitarfélaginu - Local Sudurnes
Sveiflur hafa verið á íbúafjöla sveitarfélagsins Voga undanfarin áratug, en fjöldinn náði 1.300 manns á dögunum, sem er það íbúafjöldi sveitarfélagsins frá upphafi. Þetta kemur fram í pistli bæjarstjóra sveitarfélagsins, sem birtur er á vef þess, í pistlinum fér bæjarstjórinn yfir þróunina undanfarin ár: “Sé litið til þróunar íbúafjöldans í sveitarfélaginu frá árinu 2006 (þegar Vatnsleysustrandarhreppur varð Sveitarfélagið Vogar) má sjá að íbúafjöldinn hefur sveiflast nokkuð milli ára. Fram til þessa náði íbúafjöldinn hámarki árið 2008, þegar fjöldinn var 1.231. Árið 2015 fór talan niður í 1.102. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við, en sem fyrr segir sáum við í fyrsta skipti nú í vikunni töluna 1.300,” segir bæjarstjórinn. Og bætir við að “Þessi þróun er í samræmi við mikla fjölgun íbúa hér á Suðurnesjunum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi þróun í sömu átt, enda margar nýjar íbúðir nú í byggingu í sveitarfélaginu.” Meira frá SuðurnesjumElsta verktakafyrirtæki landsins vill byggja tugi íbúða í ReykjanesbæBæjaryfirvöld í Reykjanesbæ munu leggja traust sitt á eftirlitsstofnanirNettó eina verslunin sem lækkar verð á milli kannanaÁrni Árna spáir meðal annars í Vigdísi Hauks og partývinkonunumReykjanesbær verðlaunar fólk og fyrirtæki sem gera vel við umhverfiðOrkan fyrst til að lækka verð á eldsneytiNjarðvíkingar sendu Eysteini baráttukveðjur [...]