Nýjast á Local Suðurnes

Sundhallarhópur boðar til opins fundar

Undirbúningshópur um verndun Sundhallar Keflavíkur boðar til opins fundar þar sem farið verður yfir stöðu málsins og helstu sérfræðingar landsins um byggingarsögu og varðveislu menningarminja munu flytja erindi. Fundurinn verður haldinn í DUUS-safnahúsum þann 1. febrúar klukkan 18.

Á meðal ræðumanna verða Pétur Ármannsson, arkitekt og sérfræðingur í verkum Guðjóns Samúelssonar, Páll V. Bjarnason, arkitekt og sérfræðingur í varðveislu gamalla húsa og Árni Bergmann rithöfundur og Keflvíkingur.

Á fundinum verður lagður grunnur að stofnun Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur og næstu skref og aðgerðir kynntar.