sudurnes.net
Suðurnesjamenn passa upp á að Fast & Furious teymið fari sér ekki að voða - Local Sudurnes
Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni að tökur standa yfir á kvikmyndinni Fast and Furious 8 út um allt land um þessar mundir, mikið af flottum tryllitækjum hefur verið flutt til landsins og ekkert virðist vera til sparað við að gera þessa mynd eins flotta og mögulegt er. Fast and Furious myndirnar eru ein vinsælasta kvimyndasería sem framleidd hefur verið frá upphafi og er gert ráð fyrir að myndin sem tekin er hér á landi verði frumsýnd í lok apríl á næsta ári. Sigurður og félagar á leið á tökustað Athyglisvert: Viltu komast á þing – Það er ekkert mál! Þeir sem til þekkja vita að mikið er um sprengingar og allskyns bílatengd áhættuatriði í myndunum og í þeirri nýjustu verður engin breyting þar á. Við tökurnar er öryggið sett á oddinn og þar koma strákarnir hjá Köfunarþjónustu Sigurðar úr Reykjanesbæ sterkir inn, en þeir verða til taks á tökustað við Mývatn ef eitthvað óvænt skyldi koma uppá. “Við erum með tvö kafara teymi á tveimur bílum til taks ef óhapp yrði t.d bíll eða vinnutæki færi í gegnum ísinn, ” sagði Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustunni. Á tökustað á alvöru amerískum pick-up Aðspurður sagðist Sigurður ekki mega tjá sig um það [...]