sudurnes.net
Suðurnesjamenn halda Play á floti - Local Sudurnes
Rekstur Lággjaldaflugfélagsins Play sem áætlaði að hefja flug með haustinu er að mestu fjármagnaður af athafnamönnum af Suðurnesjum. Um 40 starfsmenn starfa hjá flugfélaginu. Eigendur Airport Associates fjármögnuðu rekstur félagsins um nokkura mánaða skeið í upphafi árs, en þeim lánum var síðar breytt í hlutafé og er Elías Skúli Skúlason, stærsti hluthafi Airport Associates, því eigandi að mestu hlutafé flugfélagsins. Reksturinn hefur síðan að mestu verið fjármagnaður með lánsfé, en samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins eru stærstu lánveitendurnir félög í eigu eigenda Airport Associates og félög í eigu fiskverkenda á Suðurnesjum. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hefur félagið fengið um 155 milljónir að láni að undanförnu frá fyrrnefndum aðilum. Meira frá SuðurnesjumEinn eigenda Airport Associates í stjórn PlaySkattamál fyrrum leikmanns Keflavíkur vekja athygli í SvíþjóðNýr aðili sér um flugafgreiðslu PlayAuglýsa eftir starfsfólki þrátt fyrir bullandi vandræðiMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnUppsagnir hjá Airport Associates – Stærsta hópuppsögn síðan varnarliðið fórStöðug fjölgun íbúa í GrindavíkFélag í jafnri eigu athafnamanns og framkvæmdastjóra Kadeco sýslar með eignir á ÁsbrúÓska eftir skriflegum rökstuðningi eftir að umsóknum Airport City um lóðir var hafnaðNóg að gera hjá björgunarsveitum – Myndband!