Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamenn halda Play á floti

Rekstur Lággjaldaflugfélagsins Play sem áætlaði að hefja flug með haustinu er að mestu fjármagnaður af athafnamönnum af Suðurnesjum. Um 40 starfsmenn starfa hjá flugfélaginu.

Eigendur Airport Associates fjármögnuðu rekstur félagsins um nokkura mánaða skeið í upphafi árs, en þeim lánum var síðar breytt í hlutafé og er Elías Skúli Skúlason, stærsti hluthafi Airport Associates, því eigandi að mestu hlutafé flugfélagsins.

Reksturinn hefur síðan að mestu verið fjármagnaður með lánsfé, en samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins eru stærstu lánveitendurnir félög í eigu eigenda Airport Associates og félög í eigu fiskverkenda á Suðurnesjum. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hefur félagið fengið um 155 milljónir að láni að undanförnu frá fyrrnefndum aðilum.