sudurnes.net
Suðurnesjamaður setur strik í reikninginn hjá Eyjastúlkum - Local Sudurnes
Kvennalið ÍBV í knattspyrnu missir mikilvægan hlekk úr vörninni á næsta tímabili, en bandaríski varnarmaðurinn Natasha Anasi, sem leikið hefur með liðinu undanfarin þrjú tímabil er ólétt og á von á barni í júní með unnusta sínum, Suðurnesjamanninum Rúnari Inga Erlingssyni. Það má segja að Rúnar Ingi, sem hefur í gegnum tíðina verið liðtækur körfuknattleiksmaður og meðal annars leikið með Njarðvíkingum, setji því strik í reikninginn hvað varðar varnarvinnu Eyjastúlkna á næsta tímabili. Ian Jeffs, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segir Anasi verða sárt saknað, en það sé lítið sem hann geti gert í þessu máli annað en að finna annan leikmann. „Hún var ein af bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra og var frábær fyrir okkur. Þar voðalega lítið sem ég get gert í þessu. Hennar verður sárt saknað en við finnum annan leikmann í staðinn,” sagði þjálfarinn, í samtali við Fótbolta.net. Meira frá SuðurnesjumTekinn á 165 kílómetra hraða á brautinniEl Sjeiks sigruðu á vel heppnuðu fyrirtækjamóti í blaki – Myndir!Leikskólastarf og bæjarhátíð í hættu verði skipuð fjárhaldsstjórnStórhætta skapaðist á Reykjanesbraut – “Er Stopp-hópurinn lítið annað en vettvangur fyrir röfl?”Natasha áfram hjá KeflavíkGrindvíkingar semja við tvo unga og efnilega leikmennEysteinn Húni aðstoðar Þorvald hjá KeflavíkSíldarkvöld Knattspyrnudeildar Njarðvíkur á föstudagskvöldVoga Þróttarar ósáttir við HSÍ og Reykjavíkur Þrótt: “Einhverjir [...]