Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjalína II mikilvæg framkvæmd í almannaþágu – Eignarnám heimilt

Heimilt er að taka landsréttindi á Reykjanesskaga eignarnámi til að leggja þar háspennuraflínu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í dag og sló því föstu að það væri mikilvæg framkvæmd í almannaþágu að koma upp raflínunni, þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.
Suðurnesjalína II á að flytja rafmagn til tveggja nýrra kísilverksmiðja sem rísa í Helguvík. Raflínan mun liggja um eignarlönd 20 jarða á Reykjanesi. Línan hefur verið umdeild og landeigendur á Reykjanesi voru ekki par sáttir við að reisa ætti háspennulínu yfir landeignum þeirra. Í febrúar árið 2014 veitti atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Landsneti leyfi til að taka eignir þeirra eignarnámi til að reisa línuna. Landeigendur höfðuðu mál vegna þessa og niðurstaðan skilaði sér í 30. júní.