sudurnes.net
Suðurnesjabær kemur til móts við foreldra - Local Sudurnes
Suðurnesjabær hefur tekið ákvörðun um að veita afslætti af leikskólagjöldum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna samkomubanns. Þetta verður gert með eftirfarandi hætti og gildir frá og með 16. mars sl.: Foreldrar sem hafa tekið ákvörðum um að nýta ekki dvalartíma sinn á meðan að samgöngubann varir fá 100% afslátt af gjöldum. Foreldrar sem nýta þjónustu greiða einungis fyrir þá þjónustu sem nýtt er. Sé óskað eftir nánari upplýsingum er bent á viðkomandi stofnanir. Endurútreikningur gjalda mun taka tíma og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði í ljósi aukins álags, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. Á vefnum má finna nánari upplýsingar. Meira frá SuðurnesjumReykjanesbær kemur til móts við foreldra vegna skerðingar í leik- og grunnskólumMosabruni við Nesveg – Um 100 fermetra flötur brannSkýrar reglur: Enginn í sturtu eftir klukkan 22U18 landsliðið Norðurlandameistari í körfu – Suðurnesjadrengir stóðu sig velMjög góð þátttaka í Heilsu- og forvarnarvikuNokkur fjöldi íbúa á Suðurnesjum skráður á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinuHelgi Þór gengur til liðs við NjarðvíkingaTelja ekki heimilt að fella niður vexti Grind­víkingaÓska eftir bókum eftir að safnið skemmdist vegna myglu og lekaIsavia kemur til móts við hópferðafyrirtæki