sudurnes.net
Styttist í að eldri borgarar fái niðurgreiddan mat á ný - Local Sudurnes
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt drög að samningi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um áframhaldandi leigu á eldhúsi stofnunarinnar í Víðihlíð og falið bæjarstjóra að undirrita hann. Þegar samningar eru höfn verður því hægt að halda áfram með tilraunaverkefni sem staðið hafði yfir frá því í febrúar þar sem eldri borgurum var boðið upp á heitan hádegismat á niðurgreiddu verði. Verkefnið hafði mælst vel fyrir, og úrræði vel nýtt, en ekki náðust samningar við HSS um áframhaldandi leigu á eldhúsi til verksins og því var verkefninu hætt í júní síðastliðnum. Meira frá SuðurnesjumFái frítt í sund gegn gjaldiStefna á öll 18 mánaða börn fái leikskólapláss – Stækka þá leikskóla sem þarfGóður liðsmaður og prýðis piltur yfirgefur NjarðvíkNeita fyrir yfirboð á leigu – “Öllum leigjendum boðið annað húsnæði”Vonast til að geta boðið eldri borgurum niðurgreiddan mat á nýNemendur fá ókeypis skólamáltíðirGrindvíkingum ekki hleypt inn í bæinn um helginaGefa sódavatn og sælgæti í brettavísHafnarfjarðarbær semur við SkólamatÖflug dagskrá á Ránni á 34 ára afmæli