Nýjast á Local Suðurnes

Styrktarspinning heppnaðist vel – Söfnuðu á annað hundrað þúsund krónum

Sporthúsið og starfsmenn Reykjanesbæjar tóku höndum saman síðastliðinn sunnudag og efndu til þriggja klukkustunda spinningtíma og söfnunar fyrir Velferðarsjóð Suðurnesja í leiðinni.

Fjölmargir lögðu leið sína í ræktina þennan daginn og létu gott af sér leiða. Að sögn skipuleggjenda söfnunarinnar tóks viðburðurinn vel og söfnuðust 111.096 krónur sem voru afhentar Velferðarsjóði Suðurnesja til ráðstöfunar, þannig að þeir nýtist best fjölskyldum í fátækt fyrir jólin. Átakinu var vel tekið og er jafnvel áformað að endurtaka að ári.

Það voru spinningkennarar Sporthússins sem tóku að sér að leiða tímann og var öllum frjálst að spinna svo lengi sem hver vildi.