sudurnes.net
Tveggja ára Kolfinna Rán þarf í geislameðferð - Styrktarmarkaður í desember - Local Sudurnes
Keflvíkingurinn Olga Færseth, sem gerði garðinn frægann með Keflavíkur- og landsliðinu í knattspyrnu á árum áður, á fjögur börn ásamt konu sinni Pálínu Guðrúnu Bragadóttur. Næst yngsta dóttir þeirra, Kolfinna Rán greindist með krabbamein í annarri rasskinninni fyrir nokkru síðan, hún gengst um þessar mundir undir lyfjameðferðir og hefur lokið 7 af 9 slíkum meðferðum. Sett hefur verið í gang söfnun fyrir fjölskylduna, reikningsupplýsingar er að finna neðst í fréttinni. “Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir fjölskylduna og höfum við í mömmuklúbbnum ákveðið að halda markað til styrktar þessari dásamlegu fjölskyldu.” Segir á styrktarsíðu sem sett hefur verið á laggirnar í tengslum við söfnunina. Markaðurinn verður haldinn í sal Framsóknarflokksins á Hafnargötu 62 í Reykjanesbæ fyrstu helgina í desember. Helgin byrjar á fimmtudeginum 3. desember þegar kózýkvöld verður í bæjarfélaginu og þá eru verslanir opnar lengur. “Við héldum svona markað í fyrra og þetta var svo skemmtilegt og gefandi, við ákváðum að reyna að hafa þetta árlegt og styrkja fjölskyldu úr Reykjanesbæ sem þarf á því að halda hverju sinni. Á markaðnum verður hægt að kaupa fatnað, skart, skó og barasta allt milli himins og jarðar. Heitt verður á könnunni.” Segir einnig á styrktarsíðinni Allur ágóði af markaðnum rennur óskiptur til fjölskyldunnar og allir gefa [...]