sudurnes.net
Stuttmyndadagar á KEF - Local Sudurnes
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF er haldin hátíðleg í Reykjavík dagana 28. september – 8. október 2023. RIFF teygir anga sína til Keflavíkurflugvallar í ár, þar sem tíu vel valdar íslenskar stuttmyndir frá hátíðinni verða sýndar í brottfarasal flugvallarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en þar segir að í tilefni af því að kvikmyndahátíðin sé haldin í 20. skiptið í ár, verða sýndar á flugvellinum íslenskar stuttmyndir sem eiga það sameiginlegt að hafa verið valdar Besta íslenska stuttmyndin á RIFF undanfarin tíu ár. Þar má nefna stuttmyndina Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem er margverðlaunuð stuttmynd, Málarinn eftir Hlyn Pálmason sem fékk einnig tilnefningu til Dönsku kvikmyndaverðlaunanna og Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Gestum flugvallarins stendur til boða að sjá íslenskar stuttmyndir sem hafa sumar hverjar slegið í gegn á alþjóðavísu og sýna því vel þann mikla kraft sem býr í kvikmyndagerð á Íslandi. Meira frá SuðurnesjumAtvinnusörfari heimsótti Akurskóla – Breytti öllu að segja skilið við áfengi og tóbakGanga um allt á Reykjanesi á nýju áriHafna áframhaldandi samstarfi við Janus HeilsueflinguSilja Dögg setur húsið á sölu – Flytur þó ekki úr kjördæminuFræðslusvið Reykjanesbæjar býður foreldrum inneign á foreldranámskeiðGeoparkvikan í fullum gangi – Lýkur með Bláa lóns ákoruninni á laugardagDaníel Freyr stefnir [...]