Nýjast á Local Suðurnes

Stúlknalið Paterna mætir til landsins – “Góð reynsla og mikið tækifæri”

Föstudaginn 3. desember næstkomandi er von á góðum gestum til landsins þegar stúlknalið Paterna mætir til Njarðvíkur, en liðin hófu formlegt samstarf á dögunum.

Greint er frá þessu á heimasíðu Njarðvíkur og rætt við Emilíu Ósk Hjaltadóttur leikmann stúlknaflokks en hún kvaðst spennt að sjá muninn á íslenska og spænska körfuboltanum.

Hvernig leggst Paterna verkefnið í þig og liðsfélagana í stúlknaflokki?
Bara rosalega vel, við erum mjög spenntar fyrir þessu og okkur hlakkar til að kynnast stelpunum og sjá hvernig kōrfubolta þær spila.

Hvað er svona það helsta sem þið leikmennirnir búist við af þessu samstarfi við Paterna?
Góða reynslu fyrir okkur og gefur okkur tækifæri á að kynnast betur og verða þannig betra lið.

Nú er Njarðvíkingurinn Rannveig Guðmundsdóttir hjá Paterna. Hafið þið eitthvað heyrt í henni og hvernig lífið úti á Spáni sé? Því miður hef ég ekki heyrt í henni, en hef heyrt að henni gangi vel og okkur hlakkar til að sjá hvernig hennar líf er þarna úti.

Hvernig heldur þú að það verði að spila við Paterna – er von á því að þær séu með sterkan hóp?
Ég held að þetta verði mjōg erfitt og geri ráð fyrir að þær séu með mjōg sterk lið.

Á næsta ári samkvæmt samstarfinu þá á Njarðvík að heimsækja Paterna út til Spánar. Hefur þú eitthvað hugsað um hvernig það verði að mæta á þeirra heimavöll og keppa og æfa við þeirra aðstæður?
Ég er mjōg spennt fyrir því að fara út og sjá aðstōðuna hjá þeim og sjá hvernig æfingarnar fara fram hjá þeim og bara að sjá muninn á spænskum kōrfubolta og Íslenskum kōrfubolta. Ég held að þetta sé tvennt ólíkt og verður gaman að fá þessa reynslu.

Hvernig hefur stúlknaflokki gengið í síðustu leikjum og hver eru markmið ykkar fyrir veturinn?
Okkur hefur ekki gengið nógu vel en tímabilið er bara nýbyrjað og auðvitað er alltaf stefnan að vera á toppnum.

Tengt efni:
Spánverjar vaktir með Njarðvísku bakkelsi
Ungmennalið Paterna heimsækir Njarðvík í desember