sudurnes.net
Stormur og slæm færð á morgun - Local Sudurnes
Veður­stofa Íslands vek­ur at­hygli á mjög slæmri veður­spá fyr­ir morg­undag­inn, þar sem gert er ráð fyr­ir aust­an­stormi víða um land um miðjan dag. Færð verður mjög slæm og ekk­ert ferðaveður, seg­ir á vef Veður­stofnn­ar. í at­huga­semd frá veður­fræðingi, segir að þar sem sam­an fara vind­ur og hiti und­ir frost­marki ásamt laus­um snjó megi gera ráð fyr­ir mikl­um skafrenn­ingi og þá mun snjóa að auki. Spáin fyrir allt landið samkvæmt vef Veðurstofunnar er eftirfarandi: Norðlæg átt, 5-13 m/s og víða él, en snjómugga um tíma SV-til, en lægir og rofar til í kvöld. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 og snjókoma eða skafrenningur um hádegi, hvassast við SV-ströndina. Mun hægari SV-átt og úrkomuminna S- og V-lands annað kvöld. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við S-ströndina á morgun. Meira frá SuðurnesjumAlmannavarnir senda út viðvörun vegna óveðursBúist við stormi syðst á landinu í nóttVeðurstofan varar við stormi – Talsverð úrkoma og hlýnandi veðurSnjókoma og vindasamt á morgun – Ekkert ferðaveðurGul viðvörun Veðurstofu – Hvassviðri eða stormur í kvöld og nóttVeðurstofan varar við mikilli rigninguHálka eða hálkublettir víða á ReykjanesiVegagerdin varar við hálku á ReykjanesbrautSpá allt að tólf stiga frosti á [...]