sudurnes.net
Stóra bókasafnsmálið útskýrt: Ekki í boði að byggja tveggja milljarða hús undir bókasafn - Local Sudurnes
Flutningur Bókasafns Reykjanesbæjar frá Tjarnargötu yfir í Hljómahöll var ræddur á bæjarstjórnarfundi í gær, en málið hefur vakið misjöfn viðbrögð bæjarbúa. Meirihluti bæjarstjórnar, ásamt fulltrúa Umbótar samþykktu flutninginn á fundinum, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti. Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun þar sem málið er útskýrt frá þeirra sjónarhorni: Málefni bókasafnsins, staðsetning þess og stækkun til framtíðar hafa verið til umræðu í nokkurn tíma.Innan stjórnsýslunnar hófst málið formlega í nóvember 2022 þar sem allir fulltrúar bæjarráðs samþykktu að skoða hvort mögulegt væri að flytja bókasafn Reykjanesbæjar í Hljómahöll. Málið hefur verið rýnt af starfsfólki sveitarfélagsins, af hönnuði og arkitekt auk bæjarfulltrúa. Í upphafi voru lagðir til þrír valmöguleikar verkefnisins; að hafa bókasafnið á núverandi stað, að byggja nýtt 2.000 m² húsnæði fyrir bókasafnið eða flytja bókasafnið í Hljómahöll. Bókasafnið deilir húsnæði með ráðhúsi Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12. Það er þó alveg ljóst að það fyrirkomulag hefur runnið sitt skeið þar sem þröngt er um bæði bókasafnið og starfsemi ráðhússins. Að mati meirihluta bæjarstjórnar auk flokks Umbótar kemur sá valmöguleiki að vera á sama stað því ekki til greina. Að byggja nýtt 2.000 m² hús fyrir bókasafn er aðlaðandi hugmynd en kallar á rúmlega tveggja milljarða fjárfestingu auk 2-3 ára [...]