Nýjast á Local Suðurnes

Stór alþjóðleg fyrirtæki vilja eignast kísilver United Silicon í Helguvík

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Heimildir fréttastofu RÚV herma að átta mögulegir kaupendur hafi lýst yfir áhuga á að kaupa kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík, þar af nokkur stór alþjóðleg fyrirtæki. Nokkur fyrirtækjanna hafa sent fulltrúa til landsins til að skoða verksmiðjuna. Reiknað er með að stjórn United Silicon hefji samningaviðræður við mögulega kaupendur fljótlega eftir áramót.

Í frétt RÚV um málefni United Silicon kom einnig fram að um þrjá milljarða króna kosti að koma verksmiðjunni í það horf að hún teljist fullkláruð og standist ströngustu kröfur.