Nýjast á Local Suðurnes

Stór áfangi hjá Njarðvíkingum – Frítt í Gryfjuna

Njarðvíkingar leika sinn þúsundasta leik í efstu deild karla í körfuknattleik þegar liðið tekur á móti Hetti í Ljónagryfjunni í kvöld. Af því tilefni verður frítt á leikinn í boði aðalstjórnar félagsins.

Úrvalsdeild karla í körfubolta var stofnuð sumarið 1978. KR og Njarðvík hafa verið þar allan tímann. Það þýðir að á fimmtudag spila bæði félögin sinn 1000. leik í Úrvalsdeild, segir á stuðningsmannasíðu Njarðvíkur á Facebook.

Í tilefni hefur Aðalstjórn UMFN ákveðið að BJÓÐA öllum frítt á leikinn og vonumst við eftir fullu húsi.
Strákarnir eru í hörku baráttu við topp deildarinar og öll stig mikilvæg.

Með stuðningi ykkar þá aukast líkurnar töluvert og því viljum við öll LJÓN í Gryfjuna, segir í tilkynningunni.