sudurnes.net
Stofnar félag fyrir foreldra barna með sérþarfir - Local Sudurnes
Unnur Helga Snorradóttir, móðir 16 ára drengs sem glímir við margþættan vanda, meðal annars flogaveiki, þroskaveikleika og alvarlega þráhyggju- og áráttuhegðun stefnir á að stofna foreldrafélag fyrir foreldra barna með sérþarfir. Framtakið verður kynnt fimmtudagskvöldið 9. desember klukkan 20 í húsakynnum Vinakots að Síðumúla 28. Unnur Helga segist lengi hafa átt þann draum að stofna félag fyrir fólk sem er í sömu stöðu og hún og fjölskylda hennar. “Draumur minn er að stofna foreldrafélag fyrir foreldra barna með sérþarfir, þar sem við getum hist og rætt saman, miðlað áfram okkar reynslu, fengið ráð frá hvort öðru og jafnvel fengið allskyns fræðslu.” Segir Unnur Helga. Og hún bætir við “…Við erum öll að berjast fyrir réttindum barnana okkar og gengur það misvel. Við burðumst með allskonar tilfinningar sem enginn skilur betur nema aðrir foreldrar barna með sérþarfir.” Fundurinn verður sem fyrr segir haldin í húsakynnum Vinakots, sem er búsetuúrræði fyrir börn með sérþarfir. Vinakot hefur boðið félginu að hafa aðsetur í húsakynnum sínum, auk þess að bjóða fram aðstoð starfsfólks, en Jóhanna M. Fleckenstein forstöðumaður Vinakots mun verða félaginu til halds og trausts. Þá hefur Unnur Helga stofnað lokaðan hóp á Facebook, Kraftmiklir foreldrar, þar sem fólk getur miðlað upplýsingum og rætt málin og hvetur hún fólk til að [...]