Nýjast á Local Suðurnes

Stofna íbúaráð – Vilja að íbúar komi að ákvarðanatöku

Innri - Njarðvík

Íbúar í Innri – Njarðvík hafa stofnað íbúaráð, sem ætlað er að stytta boðleiðir á milli íbúa í hverfinu og stjórnsýslunnar, stuðla að aukinni upplýsingagjöf til íbúa og einnig til að íbúar geti komið skoðunum sínum á framfæri á málefnalgan hátt.

þá er ætlunin að íbúar hverfisins komi að málum sem snúa að framtíðarskipulagi hverfisins.

“Við viljum valdefla íbúana og auka aðkomu þeirra að ákvarðanatöku í hverfinu okkar. Ákveðið var að koma þessu ráði strax af stað og var sett í starfsstjórn sem mun sitja þangað til í janúar, en þá er stefnt á að halda fyrsta aðalfundinn og verður þá kosið í stjórn íbúaráðsins.
Í gærkvöldi var tónninn settur málefni líðandi stundar rædd.

Ákveðið var að senda tölvupóst varðandi íbúaráðið á framtíðarnefnd Reykjansbæjar og verður það gert á allra næstu dögum (ef það er ekki bara búið að því.) Segir í tilkynningu á Facebook-síðu íbúa hverfisins.

Fyrstu málefnin sem íbúaráðið setti sér að einbeita sér að eru eftirfarndi:

Öryggisvistun – fá verulega góða kynningu á þessu og er það vilji meirihluta að þetta úrræði verði sem fjærst íbúabyggð
• Endurskoðun á strætó málum
• Skipulagsmál
• Uppbygging á grænum svæðum