Nýjast á Local Suðurnes

Stöðvuðu umfangsmikla kannabisræktun

Lög­regl­an á Suður­nesj­um stöðvaði um­fangs­mikla kanna­bis­rækt­un í um­dæm­inu síðastliðinn föstu­dag. Um var að ræða kanna­bis­græðlinga í tjaldi auk stórra planta sem fund­ust í þrem­ur her­bergj­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um. Þar seg­ir að sam­tals hafi verið um að ræða vel á þriðja hundrað kanna­bis­plönt­ur, auk poka með kanna­bis­efn­um sem fund­ust við hús­leit­ina.

Þá var hald lagt á tugi þúsunda króna, plönt­urn­ar og rækt­un­ar­búnað. Hús­ráðandi var hand­tek­inn og játaði að eiga rækt­un­ina og hafa staðið einn að henni.