Nýjast á Local Suðurnes

Stöðvaður án ökuréttinda í fimmta sinn – Með tæki til fíkniefnaframleiðslu í bílnum

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina vegna gruns um fíkniefnaakstur ók jafnframt sviptur ökuréttindum. Þetta var í fimmta sinn sem lögregla stöðvaði hann eftir sviptinguna. Hann játaði neyslu fíkniefna. Í bifreið hans fundust ýmis tæki sem ætla má að hafi átt að nota við fíkniefnaframleiðslu.

Annar ökumaður var einnig handtekinn, grunaður um fíkniefnaakstur og framvísaði hann við lögreglu kannabisefnum sem hann hafði haft innan klæða.