sudurnes.net
Stöðvaður á 176 km. hraða - Sviptur og fær 150 þúsund króna sekt - Local Sudurnes
Ökumaður sem mældist í vikunni aka á 176 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund var færður á lögreglustöð í Keflavík og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Þá þarf hann að greiða 150.000 króna sekt og fær þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Auk hans kærði lögregan fimm örkumenn fyrir of hraðan akstur. Þá voru númer fjarlægð af þremur ökutækjum, þar á meðal vörubifreið með eftirvagni, sem hvoru tveggja höfðu verið boðuð í skoðun á síðasta ári vegna ástands en því hafði ekki verið sinnt. Einn ökumaður var fluttur á lögreglustöð vegna gruns um ölvun við akstur og játaði hann brot sitt. Meira frá SuðurnesjumEkið undarlega í leit að norðurljósumSektaður um 230 þúsund krónur vegna hraðakstursUm þrjú hundruð ökumenn með allt í topp málumTekinn á tæplega 160 km hraða – Hefur aldrei öðlast ökuréttindiErlendur ferðamaður á hraðferð fékk 100 þúsund króna sektMeintir sterar og meint kannabisefni gert upptækt eftir húsleitTólf kærðir fyrir hraðakstur – Sá sem hraðast ók fær 150.000 króna sektSautján ára á fleygiferðÁkærður fyrir að aka á 192 km hraða undir áhrifum amfetamínsHundrað þúsund kall í sekt fyrir hraðakstur