sudurnes.net
Stefnir á að koma Fávitum á prent - Hér er hægt að styrkja verkefnið! - Local Sudurnes
Sólborg Guðbrandsdóttir tónlistarkona, fyrirlesari og laganemi stefnir á að gefa út sína fyrstu bók á næstunni og hefur hafið söfnun í því skyni á vef Karolinafund. Bókin mun innihalda mörg hundruð spurningar íslenskra ungmenna sem Sólborg hefur svarað á fyrirlestrum um allt land sem og á Instagram-síðunni Fávitar. Spurningarnar sem Sólborg hefur fengið og svarað eru af ýmsu tagi, en flestar tengjast fjölbreytileika, kynfæraheilsu, kynlífi og ofbeldi. Í kynningu á verkefninu segir meðal annars að spurningarnar og fjöldi þeirra sýni fram á gífurlega þörf fyrir kyn- og kynjafræðslu, sérstaklega þegar kemur að unglingum, sem virðast hafa margar spurningar en ansi fá svör um þessi málefni. “Ef þessi bók hefði verið í boði þegar ég sjálf var unglingur hefði það geta sparað mér ansi margar erfiðar tilfinningar og upplifanir.” Segir Sólborg á vef Karolinafund. Þá segir að Instagram-síðan Fávitar sé átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi og hafi farið á flug árið 2016. Í upphafi snerist síðan um að varpa ljósi á magn kynferðislegs áreitis á samfélagsmiðlum þar sem Íslendingar á öllum aldri sendu inn sín skjáskot af kynferðisofbeldi á netinu og deildu persónulegum reynslusögum sínum af ofbeldi í þeirra daglega lífi. Í dag er síðan með 27 þúsund fylgjendur og snýst [...]