Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á lækkun álagningastuðuls fasteignagjalda – Gjöldin langhæst á Suðurnesjum

Myndin tengis fréttinni ekki beint

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 27. júní síðastliðinn að stefnt skuli að því að lækka álagningarstuðul fasteignagjalda í Reykjanesbæ þannig að ekki komi til hækkunar á fasteignaskatti vegna breytingar á fasteignamati sem taka á gildi árið 2020.

Fasteignamat allra fasteigna á landinu er endurmetið í lok maí ár hvert og tekur nýtt mat gildi í desember. Samkvæmt mati Þjóðskrár var hækkun fasteignaskatts í Reykjanesbæ um 9% og í Suðurnesjabæ um 13%.

Skattar og gjöld sem lagðir eru á eigendur fasteigna eru hæstir á Suðurnesjum, eins og greint var frá á vef Suðurnes.net fyrir skömmu. Eigendur fasteigna sem eru um 230 fermetrar að stærð þurfa að greiða frá 440 þúsund krónum upp í rúmar 610 þúsund krónur í fasteignagjöld, vatnsgjald, holræsagjald, lóðarleigu og sorpeyðingargjald á Suðurnesjum á meðan slík gjöld eru um 350 þúsund krónur á höfuðborgarsvæðinu.