sudurnes.net
Stefna á byggingu allt að 35 íbúða við Bolafót - Local Sudurnes
Lóðarhafi við Bolafót 21-25 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi á svæðinu, en tíl stendur að byggja tvö fjölbýlishús á svæðinu. Í tillögum kemur fram að lóðirnar verði sameinaðar í eina. Á lóðina komi tvö 3-4 hæða fjölbýlishús. Íbúðafjöldi verði allt að 35, nýtingarhlutfall 0,51 og bílastæði á lóð verða 54, með hlutfallið 1,5 á íbúð. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar ræddi málið á fundi og veitti lóðarhafa heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Meira frá SuðurnesjumTveir snarpir aðfangadagsskjálftarStöðvuðu 15 burðardýr á Keflavíkurflugvelli – Haldlögðu um 12 kíló af fíkniefnumMikil fækkun á atvinnuleysisskrá á milli áraVetrarráðstefna Vegagerðarinnar haldin í ReykjanesbæJeppe Hansen semur við Keflavík20% af því sem við eigum notum við 80% af tímanumFiskivagninn verður á Fitjum um ókomna tíð – “Girðum í brók og höldum áfram inn í veturinn.”Öflugir ungir leikmenn semja við NjarðvíkTillögur vegna gömlu sundhallarinnar ræddar í kvöldMóðurfélagið fær byggingarnar í Helguvík í 15 milljarða gjaldþroti