sudurnes.net
Stefna á að gefa reykskynjara á öll heimili í Grindavík - Local Sudurnes
Slysavarnadeildin Þórkatla er að huga að brunavörnum þar sem skammdegið er skollið á og aðventan nálgast óðum. SVD Þórkatla ætlar því að gefa einn reykskynjara á hvert heimili í Grindavík, sem þiggja vill. Málefnið er Þórkötlum hugleikið. Aðfararnótt miðvikudagsins 23. október 2019 var Sólrúnu Öldu Waldorff bjargað úr kjallaraíbúð í Mávahlíð í Reykjavík eftir að eldur kviknaði í íbúðinni. Sólrún Alda er alin upp í Grindavík, fjölskylda hennar býr hér og Þórunn Alda Gylfadóttir móðir hennar er ein af félagskonum Þórkötlu. Félagskonur Þórkötlu verða í Nettó fimmtudaginn 4. nóvember kl. 16-19 og afhenda reykskynjara. Miðað er við að gefa 1 reykskynjara á hvert heimili sem vill og óskað er eftir að fullorðinn heimilismaður sæki. Ekki verður gengið í hús með reykskynjarana. Fyrirspurnir má senda til Guðrúnar Kristínar formanns (gunnastina80@gmail.com) eða Rögnu ritara (ragnage@simnet.is). Meira frá SuðurnesjumGagnaver á Suðurnesjum malar gull á Bitcoin-námumVerður óskað eftir fjárhaldsstjórn í dag? – Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendinguÓska eftir vitnum að árekstri á ReykjanesbrautHS Orka frábiður sér órökstuddar ályktanir sem ekki eiga sér stoð í gögnumStaðsetja dælubíl í Vogum – Óska eftir fólki í varalið BS í sveitarfélaginuUppfylla ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélagaKK á Trúnó í Hljómahöll í kvöldMánuður síðan fundað var um ónæði af [...]