Nýjast á Local Suðurnes

Starfsmenn sendir á námskeið eftir að öryggisleit FLE fékk falleinkun

Keflavíkurflugvöllur fékk falleinkunn þegar fjöldi gervisprengja eftirlitsmanna komst í gegnum öryggisleit. Senda þurfti flesta starfsmenn á námskeið sem er meðal annars áhrifavaldur að þeim seinagangi við öryggisleit sem ferðamenn hafa upplifað í flugstöðinni. Þetta kemur fram í fréttum Stöðvar 2

Úttektin fór fram um mánaðarmótin og var framkvæmd af Eftirlitsstofnun EFTA og Samgöngustofu. Einn liðurinn fólst í að hæfni starfsmanna var könnuð með því að reynt var að setja gervisprengjur í farangur. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 benda til þess að af 20 sprengjum sem var komið fyrir hafi stórt hlutfall hafi komist án athugasemda í gegnum eftirlitið.

Í samtali við Stöð 2 segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA: „Til þess að tryggja öryggi, af því við viljum ekki að hryðjuverkamenn og aðrir komist að því hvernig við vinnum þessa flugvernd og megum ekki tjá okkur um þetta. Þannig að ég get ekkert sagt um það.“ Hann staðfestir einnig að þjálfun hafi verið í gangi.

Í fréttum Stöðvar 2 kemur einnig fram að það hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir flugvelli ef flugverndar- og öryggismálum er ábótavant.