sudurnes.net
Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja fóru í vel heppnaða námsferð til Finnlands - Local Sudurnes
Tíu starfsmenn Brunavarna Suðurnesja dvöldu í Finnlandi dagana 11.- 16. september, tilgangur ferðarinnar var að kynna sér fræði og verklag vegna eiturefna og eiturefnaslysa. Finnska ríkið rekur þennan skóla sem staddur er í Kuopio og ber heitið Pelastusopisto en hann er einn sá stærsti af sinni tegund í Evrópu. Á Facebook-síðu Brunavarna Suðurnesja kemur fram að það sé von stjórnenda B.S. að hægt verði að senda fleiri starfsmenn til Finnlands á næstu árum, enda mun kennslan vera einstök. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá dvölinni í Finnlandi, en fleiri myndir er að finna á Facebook-síðu B.S. Meira frá SuðurnesjumVill einkavæðingu: “Engin ástæða fyrir hið opinbera að eiga og reka alþjóðaflugvöll”Fjölhæfir hafnarstarfsmenn gerðu við skemmdar tennurStudio 16 Lounge opnar eftir breytingar – Lifandi tónlist allar helgarHúsfyllir á 15 ára afmælishátíð heilsuleikskólaSkilaði af sér 70 pakkningum af kókaíniTíu milljarðar króna í framkvæmdir á Reykjanesbraut á árunum 2019-2022Njarðvík náði jafntefli gegn toppliðinuTekur bæjarstjórinn fram fiðluna á Keflavíkurnóttum?Vilja búa til nýtt og kröft­ugt fyr­ir­tæki með sameiningu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjaAndlit Bæjarins færðu Hæfingarstöðinni myndir að gjöf