Nýjast á Local Suðurnes

Starfsleyfi Thorsil stendur

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði í dag frá kæru á veitingu starfsleyfis til Thorsil ehf. sem áformar að reisa kísilverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ. Kæran var lögð fram af Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, Landvernd, Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtökum Íslands og Ellerti Grétarssyni, íbúa í Reykjanesbæ.

Frá þessu er greint á vef RÚV, en þar kemur fram að starfsleyfi Thorsil hafi fyrst verið gefið út árið 2015 og felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála það úr gildi í lok október 2016 vegna ágalla á auglýsingu. Nýtt leyfi var svo gefið út í febrúar síðastliðnum.