Nýjast á Local Suðurnes

Starfsfólk frá Isavia til starfa á Landspítala

Starfsfólk Isavia, sem starfaði við öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli, hefur undanfarið aðstoðað við ýmis störf á Landspítalanum. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans, á daglegum stöðufundi vegna Covid-veirunnar.

Í máli Páls kom fram að farið hafi verið í að skoða þessi mál í ljósi þess að starfsfólk Isavia væri væntanlega verkefnalítið um þessar mundir og að þurft hafi að manna ýmis störf á spítalanum, þar á meðal öryggisgæslu, útkeyrslu og birgðahaldsverkefnum. Páll sagði þjálfun starfsfólks hafa tekið smá tíma, enda um ólík störf að ræða í flugstöð og á spítala. Hann sagði jafnframt að nokkurra daga reynsla sé komin á samstarfið og það gangi vel.