sudurnes.net
Starfsfólk á HSS er uggandi um störf sín - "Kerlingarvæl í hjúkkum sem höndla ekki breytingar" - Local Sudurnes
Samskipti starfsfólks Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja við framkvæmdastjórn stofnunarinnar hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur og er starfsfólk uggandi um störf sín og hefur áhyggjur af stöðunni. Þetta kemur fram í greinargerð hjúkrunarfræðings á HSS sem send var Öldungaráði Suðurnesja og lesin upp á aðalfundi félagsins á dögunum. Í greinargerðinni fer hjúkrunarfræðingurinn yfir samskipti starfsfólks “á gólfinu” við nýjan forstjóra stofnunarinnar, en samskiptin segir hjúkrunarfræðingurinn vera ófagmannleg. Í greinargerðinni kemur meðal annars fram að starfsólk “heyri útundan sér að forstjórinn stimpli þessar aðstæður [á stofnunni (innsk. blm.)] sem kerlingarvæl í hjúkkum sem höndla ekki breytingar.” Þá segir að tveir hjúkrunarfræðingar hafi þegar sagt upp störfum vegna þessa. Suðurnes.net hefur þó heimildir fyrir því að fleiri hafi sagt upp störfum á stofnuninni, eða íhugi alvarlega að gera svo. Suðurnes.net hefur undanfarið fjallað um ástandið á HSS, en mikil ólga hefur verið á meðal starfsfólks síðan nýr forstjóri tók við rekstri stofnunarinnar. Þannig skrifuðu á annan tug starfsmanna undir vantraustyfirlýsingu á forstjórann. Þá kom stofnunin afar illa út úr vinnumarkaðskönnun Sameykis, en þar lenti stofnunin í 153. sæti af þeim 162 stofnunum sem náðu á lista í könnuninni. Greinargerðina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en þar segir einnig að verulegur söknuður sé eftir fráfarandi [...]